Gufunes - Framtíðarskipulag


Reykjavíkurborg auglýsir eftir þátttakendum í forval fyrir lokaða hugmyndasamkeppni um skipulag Gufunessvæðisins í Grafarvogi. Innan þess svæðis sem um ræðir falla Gufunesbærinn og lóð Áburðarverksmiðjunnar. Samkeppnin er haldin í samstarfi við Félag Íslenskra Landslagsarkitekta.

Hugmyndasamkeppnin gengur út á að kalla eftir hugmyndum að skipulagi og hönnun, sem er í samræmi við meginstefnu í gildandi aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 – 2030. Skipulag svæðisins hefur lengi verið órætt svæði og miklar umræður um framtíðarþróun þess. Kominn er tími á að fá upp hugmyndir að framtíðarþróun og raunhæfar tillögur á svæðinu.

Leiðarljós, markmið og tilhögun samkeppninnar ásamt öllum nánari upplýsingum um lágmarkskröfur og hæfni þátttakenda koma fram í drögum að forsögn samkeppnislýsingar sem er aðgengileg hér á síðunni. Áhugasamir skulu fylla út skjalið  og senda nöfn þátttakenda og greinargerð, ásamt samantekt á þátttöku og árangri í samkeppnum og öðrum sambærilegum verkefnum til Umhverfis og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, skipulagsfulltrúi, Borgartúni 12 – 14, 105 Reykjavík merkt „Gufunes – hugmyndasamkeppni, forvalsnefnd“ fyrir lok dags 19. apríl 2016. 

Umhverfis- og skipulagssvið
Reykjavíkurborgar
Sími: 411 11 11

Borgartúni 12 - 14
105 Reykjavík