Samkeppni um götugögn
Hönnunarsamkeppni um hönnun hjólastæða, hjólaskýla og annarra hjólagagna í Reykjavíkurborg.
Reykjavíkurborg og Hönnunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Arkitektafélag Íslands.
Verðlaun voru afhent 3. október 2012. Alls bárust 22 tillögur, en tvær tillögur deildu með sér fyrsta sæti.
Sjá frétt hér um afhendinguna og veðlaunahafa hér
Dómnefndarálit (PDF)
Reykjavíkurborg og Hönnunarmiðstöð Íslands efndu árið 2012 til samkeppni um hönnun hjólastæða (boga, veggfestinga, léttra standa) hjólaskýla (lokaðra, læstra, hálfopinna, opinna) og annarra hjólagagna sem létta hjólreiðafólki lífið í borgarumferðinni (hjólapumpur,hjólalæsingar merkingar o.fl.). Samkeppnin fór fram samkvæmt keppnislýsingu og gildandi samkeppnisreglum Arkitektafélags Íslands (AÍ) ásamt fylgigögnum.
Með samþykkt borgarstjórnar á hjólreiðaáætlun þann 2. febrúar árið 2010 var lagður grunnur að átaki til að gera hjólreiðar að fýsilegri ferðamáta. Markmið hjólreiðaáætlunar Reykjavíkurborgar er að skapa umhverfi sem hvetur til hjólreiða þannig að Reykjavík verði góð hjólaborg. Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar hefur starfað frá byrjun árs 2012 að mótun samkeppnislýsingar fyrir hönnunarsamkeppni um götugögn fyrir hjólreiðafólk. Meginmarkmið keppninnar var að fá fram frjóar og áhugaverðar en jafnframt raunhæfar hugmyndir um ný hjólagögnframleiðsluaðferðum og efnum. Samkeppnin var hönnunarsamkeppni. Lýst var eftir grundvallarhugmyndum að hentugum hjólastæðum, hjólaskýlum og öðrum munum eða mannvirkjum sem auðveldað geta hjólreiðafólki að nýta reiðhjól sem samgöngumáta í borginni. Um ólíkar útfærslur getur verið að ræða í miðborg og utan miðborgar. Æskilegt var að í tillögum yrði tekið tillit til þeirra götugagna sem fyrir eru í umhverfinu, útlit og hentugleika á hverjum stað fyrir sig.